Þá er Segulljóð fyrir iPad, iPhone og iPod Touch eitthvað fyrir þig!

Með Segulljóðum getur þú búið til ljóð, örsögur eða kveðjur til vina þinna úr yfir 13.000 orðum sem forritið velur fyrir þig.

Þú finnur Segulljóð í öllum App-búðum.  Hér er íslenska búðin.  Hér er bandaríska búðin.

„Nú þarf maður ekki lengur að eiga ísskáp til þess að geta ort ljóð. Stórskemmtilegt.”
– Sjón 

Veldu orð úr einum upp í sex mismunandi orðaþemupökkum:
almennt, samfélagið, náttúra, tækniöld, borg og bær, ævintýri , hjartans mál og margbreytileiki.

Sérðu ekki orðin sem þig vantar til að fullkomna ljóðið?
Bættu inn eins mörgum eigin orðum og þú vilt.

Breyttu litum á texta og bakgrunni.

Veldu úr mismunandi leturgerðum sem henta viðfangsefninu.

Veldu úr fjölda bakgrunnsmynda sem fylgja með.

Taktu þína eigin mynd með iPadinum og notað sem bakgrunn.

Notaðu ljóðið þitt sem bakgrunn í iPadinum.

Deildu verkum þínum með umheiminum með því að birta afraksturinn á Facebook, Twitter, vefsíðu Segulljóða eða með því að senda persónulega kveðju í tölvupósti.

„Nú þarf maður ekki lengur að eiga ísskáp til þess að geta ort ljóð. Stórskemmtilegt.”
– Sjón skáld

„Forritið Segulljóð nýtist sem hjálpartæki byrjenda og reyndari skálda til að frelsa orð úr venjulegu samhengi. Tölvan framleiðir í skipulögðu óráði efnivið til sköpunar og pælinga. Sniðugir kennarar og nemendur fá með því tæki og tækifæri til rannsókna á máli, merkingu og sköpun.”
– Ingólfur Gíslason stundakennari við menntavísindasvið H.Í, doktorsnemi í menntavísindum og skáld

„Segulljóð er afskaplega skemmtilegt app. Það er auðvelt í notkun og það skemmtilega við það er að notandinn getur gefið sér mismunandi forsendur áður en hann fær upp orðin til að vinna með. Í skólastarfi sé ég marga kosti við þetta forrit og það má nota það fyrir mjög breiðan aldurshóp.”
Árný Jóhannesdóttir bókasafnskennari

„Ef stirt tungumál er besta verkfærið til að viðhalda aga, er Segulljóð prýðisæfing í því að berjast gegn fasisma – í versta falli skemmtilegur vettvangur til að fucka í orðum.”
– Jón Örn Loðmfjörð ljóðskáld

„Frábært app. Laðaði fram mína innri skáldkonu sem ég hélt að hefði lagt skóna á hilluna í 10. bekk.”
– Íris Ellenberger sagnfræðingur

„Einfalda og þægilega viðmótið í segulljóðum býr til skemmtilegt og hvetjandi umhverfi til að vinna með ljóð og texta sem auðvelt er að gleyma sér í.”
– Reynir Örn Bachmann Guðmundsson kerfissérfræðingur hjá upplýsingatækndeild Landsbanka Íslands